Rauðlaukssulta með fíkjum
- Halldóra Erlendsdóttir
- Oct 26
- 1 min read
Innihald:
2 rauðlaukar
6 þurrkaðar fíkjur
1/4 bolli balsemik edik
1 msk hrásykur
Aðferð:
Rauðlaukurinn fínt sneiddur og mýktur í 2 msk af olíu (tekur 10-15 mín).
Síðan er fínt sneiddum fíkjum ásamt balsemik og sykri bætt við og látið malla á mjög lágum hita í 30-40 min.
Setjið í hreina krukku með loki.
Geymist í kæli í nokkrar vikur.
Comments