top of page
Skilmálar Elju heilsu ehf. 

Síðast uppfært: 25. október 2025

1. Almennt
1.1 Elja heilsa ehf. er í  eigu Halldóru Erlendsdóttur og áskilur sér rétt til að breyta, hætta við eða fella úr gildi vörutegundir, þjónustu eða pantanir vegna mistaka við verðskráningu eða af öðrum ástæðum, fyrirvaralaust.
1.2 Við áskiljum okkur rétt til að staðfesta pantanir símleiðis. Kaupandi skuldbindur sig til að greiða fyrir vöru og þjónustu að fullu.
1.3 Komi til greiðslufalls áskiljum við okkur rétt til að sækja greiðslu með lögboðnum leiðum.

 

2. Afhending vöru/þjónustu
2.1 Öll vefprógrömm og námskeið eru afgreidd næsta virka dag frá pöntun, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
2.2 Þjónusta og vörur eru afhentar í stafrænu formi nema annað sé tilgreint.

 

3. Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
3.1 Vefprógrömm og námskeið eru ekki endurgreidd nema annað sé sérstaklega tekið fram.
3.2 Ef sérstakar aðstæður krefjast þess er kaupandi hvattur til að hafa samband til að leysa úr málum.

 

4. Trúnaður seljanda
4.1 Elja heilsa ehf. heitir fullum trúnaði um allar persónuupplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskipti.
4.2 Engar persónuupplýsingar verða afhentar þriðja aðila nema samkvæmt lagaskyldu.

 

5. Trúnaður kaupanda
5.1 Öll námskeiðsgögn, vefprógrömm og annað efni sem kaupandi fær aðgang að eru eign Elju heilsu ehf. og höfundar þeirra, Halldóru Erlendsdóttur.
5.2 Það er með öllu óheimilt að deila, dreifa eða nota efnið í viðskiptalegum tilgangi án skriflegs leyfis.
5.3 Brot á þessum skilmálum, svo sem ólögmæt dreifing eða notkun efnis, telst brot á eignarétti og getur leitt til lögfræðilegra aðgerða. Kaupandi afsalar sér jafnframt rétti til frekari aðgangs að námskeiðum eða þjónustu ef slíkt brot á sér stað.

 

6. Greiðslur
6.1 Allar greiðslur skulu vera í íslenskum krónum (ISK) nema annað sé sérstaklega tekið fram.
6.2 Greiðslur fara fram í gegnum öruggar greiðslugáttir sem uppfylla allar reglur um persónuvernd og öryggi.
6.3 Kaupandi ber ábyrgð á að veita réttar greiðsluupplýsingar.

 

7. Hugverkaréttur og eignarhald
7.1 Öll námskeiðsgögn, efni og önnur gögn eru höfundaréttarvarið efni.
7.2 Elja heilsa ehf. áskilur sér allan rétt til efnisins nema annað sé sérstaklega tekið fram.
7.3 Kaupanda er einungis heimilt að nota efnið í eigin tilgangi og má ekki afrita, dreifa eða breyta því nema með skriflegu leyfi höfundar.

 

8. Ábyrgð og takmarkanir
8.1 Elja heilsa ehf. kappkostar að veita réttar upplýsingar og góða þjónustu, en ábyrgist ekki að efnið sé án villna eða aðgengilegt á öllum tímum.

8.2 Námskeið þróuð af Elju heilsu ehf. eru eingöngu ætlað til fræðslu. Viðskiptavinur samþykkir og er sammála því að viðskiptavinurinn beri 100% ábyrgð á framförum sínum og árangri af námskeiðum sem Elja heilsa ehf. hefur þróað.

8.3 Elja heilsa ehf. ábyrgist ekki, gefur engin loforð, eða tryggingu fyrir árangri, hvorki munnlega né skriflega. Viðskiptavinurinn skilur að vegna eðlis þeirra vara sem Elja heilsa ehf. hefur þróað og umfangs þeirra getur árangur hvers viðskiptavinar verið mjög breytilegur. Viðskiptavinur viðurkennir að engin trygging er fyrir því að viðskiptavinur nái markmiðum sínum með þátttöku í námskeiðum sem Elja heilsa ehf. hefur þróað. Fræðsla og upplýsingar sem Elja heilsa ehf veitir, eru ætlaðar hinum almenna þátttakenda og gefur sig ekki út fyrir að vera, né ætti að túlka þær sem, sértæka einstaklingsmiðaða ráðgjöf. 
8.4 Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af tæknilegum vandamálum, röngum upplýsingum eða öðrum ófyrirsjáanlegum atvikum.

 

9. Breytingar á skilmálum
9.1 Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er.
9.2 Breytingar taka gildi við birtingu þeirra á síðunni og kaupandi samþykkir þær með áframhaldandi notkun.

 

10. Lögsaga
10.1 Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum og skulu leystir fyrir íslenska dómstóla ef ágreiningur kemur upp.

 

11. Hafa samband
Ef þú hefur spurningar varðandi þessa skilmála eða þjónustu Elju heilsu ehf, vinsamlegast hafðu samband:

Netfang: halldora@eljaheilsa.is 
 

Við þökkum þér fyrir traustið sem þú sýnir okkur og hlökkum til að veita þér góða þjónustu.

Þessir skilmálar gilda frá 25. október 2025 og eru staðfestir af stjórnendum Elju heilsu ehf.

 © 2025 Allur réttur áskilinn @Elja heilsa ehf. Allt efni og innihald þessa vefs má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar.

  • Instagram
  • TikTok
  • Facebook
  • Pinterest
bottom of page