top of page

Ghee

250-500 gr ósaltað smjör.


Stig 1

Bræðið smjörið í litlum potti við lágan hita


Stig 2

Þegar smjörið er bráðnað, lækkið hitann í vægan suðuhita. Þegar vatnið gufar upp mun það bubla og smáspýta, og efst myndast hvít froða. Gætið þess að hafa hitann ekki of háan, annars getur vatnið spýst upp í fituna. Eftir nokkurn tíma muntu taka eftir að vatnið er horfið – nú lítur þetta meira út eins og gul fita með smá ögnum í – þetta eru mjólkurpróteinin og þau eru einnig í froðunni sem safnast efst á smjörfitunni. Tíminn sem það tekur fyrir vatnið að gufa upp er mismunandi – yfirleitt inniheldur hefðbundið smjör meira vatn en lífrænt smjör. Þú getur annað hvort fleytt froðunni ofan af jafnóðum, en núorðið kýs ég að skilja hana eftir og færa hana varlega til að sjá hvernig staðan er undir. Þegar vatnið gufar upp byrjar froðan ofan á að líta þurrari út.

Stig 3

Þegar ég sé að froðan ofan á er að minnka og ég hef fjarlægt mest af henni (eða hún er farin að þorna, eins og lýst er hér að ofan), athuga ég hvort einhver mjólkurprótein séu eftir í pottinum – sum þeirra hafa sest á botninn og eru létt brúnuð. Á þessu stigi eru mjólkurpróteinin að karamelliserast og gefa ghee-smjörinu bragð. Það ætti að ilma eins og karamellufudge. Takið af hitanum og setjið til hliðar á meðan þið klæðið lítið sigti með 2-4 lögum af bleiuklút. Hellið ghee-smjörinu í gegnum klútinn í hreina og þurra krukku. Þegar það hefur kólnað, lokið krukkunni og geymið í ísskáp.


Comments


 © 2025 Allur réttur áskilinn @Elja heilsa ehf. Allt efni og innihald þessa vefs má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar.

  • Instagram
  • TikTok
  • Facebook
  • Pinterest
bottom of page