Endurstilling
Fyrir þá sem vilja aukið jafnvægi, meiri orku og vellíðan.
Við byrjum á rót vandans sem er þarmaheilbrigði.

Kannast þú við eftirfarandi einkenni?
-
Þreyta og orkuleysi
-
Verkir og stirðleiki í líkamanum
-
Heilaþoka
-
Meltingarvandamál
-
Hægðatregða eða niðurgangur
-
Uppþemba
-
Liðverkir
-
Húðvandamál (t.d. útbrot og exem)
-
Þyngdaraukning eða erfiðleikar við þyngdarstjórnun
-
Sjálfsofnæmi
-
Fæðuóþol
Það er ekki eðlilegt ástand að vera alltaf þreytt/ur eða finna til. Líkami þinn er væntanlega undirlagður í lágstigs bólguástandi. Góðu fréttirnar er að það er hægt að vinna bug á þessu með einföldum og áhrifaríkum hætti og þú getur endurheimt orkuna aftur!
Þú hefur væntanlega heyrt um að allir sjúkdómar byrji í þörmunum en hefur þú heyrt að góð heilsa hefst í þörmunum.
Um er að ræða 12 vikna netnámskeið þar sem við förum yfir ástæðu gegndræpa þarma (lekir þarmar) og hvernig við getum bætt þarmaheilsu og þar með bætt líkamlega og andlega heilsu.
Markmiðið námskeiðsins er að kenna þér hvað veldur ójafnvægi, hlusta á einkenni líkamans og vinna með líkamann í átt að varanlegum bata. Við vinnum að því að taka út fæðu sem ertir meltinguna og finnum leiðir til að bæta við næringarríkum mat sem styður við sjálfsheilandi og endurnærandi bataferli líkamans. Þú færð verkfæri og stuðning til að gera breytingar á mataræði, lífsstíl og lærir að hvíla þig sem stuðla að varanlegum bata.
Með því að upplifa meiri orku, betri meltingu, jafnari blóðsykur og aukna andlega vellíðan mun skapast tækifæri til að lifa lífinu til fulls. Með því að hlusta á líkamann og skilja merki hans lærir þú að styrkja tengslin við sjálfa/n þig og bæta heilsu þína á varanlegan hátt.
Þú munt læra að:
-
Skilja hvernig þarmarnir tengjast orku, skapi og hormónajafnvægi
-
Draga úr bólgum og vinna með líkamanum, ekki á móti honum
-
Næra þarmaflóruna með réttu mataræði og lífsstíl
-
Styrkja meltingu, upptöku næringarefna og bæta svefn og orku
-
Nota einföld verkfæri eins og öndun, núvitund og hreyfingu til að endurheimta ró og jafnvægi
-
Búa til lífsstíl sem styður þína orku og heilbrigði til framtíðar
Þarmarnir eru miðpunktur heilsunnar – þar mótast ónæmiskerfið, þar myndast stór hluti taugaboðefna eins og serótónín og þar byrjar allt sem snýr að orku, meltingu og líðan.
Innifalið er m.a.:
-
Vikuleg fræðsluerindi
-
Uppskriftabækur og leiðbeiningar um fæðu sem styður þarmaflóruna
-
Leiðbeiningar um bætiefni, hreyfingu, svefn og streitustjórnun
-
Aðgangur að lokuðum hópi og stuðningi meðan á námskeiðinu stendur
Lengd: 12 vikur
Fyrirkomulag: Netnámskeið
Skráðu þig á biðlista dag og fáðu reglulega fræðslumola frá Elju heilsu.
Á námskeiðinu lærir þú að stilla líkamann aftur í takt við sjálfan sig – skref fyrir skref.
Þetta er ekki megrun eða skyndilausn – þú lærir aðferðir svo þú getir náð og viðhaldið árangri.
Lágstigsbólga og þarmaheilsa
Bólga er sameiginlegur þáttur í flestum langvinnum sjúkdómum. Þegar bólga verður óstjórnleg getur hún leitt til alvarlegra vandamála, svo sem sjálfsofnæmissjúkdóma, hormónaójafnvægis, hjarta- og æðasjúkdóma, tauga- og geðrænna kvilla, þunglyndis, astma og ofnæmis. Með því að draga úr lágstigsbólgu er hægt að minnka einkenni og jafnvel snúa við þróun margra þessara sjúkdóma.
Léleg þarmaheilsa er þekkt orsök margra sjúkdóma og heilsufarsvandamála. Ójafnvægi í þarmaflórunni, svokallað dysbiosis (ofvöxtur baktería), getur leitt til oförvunar ónæmiskerfisins sem veldur bólgu. Einnig getur aukið gegndræpi í þörmum, þekkt sem lekir þarmar, haft alvarleg áhrif.

Þegar þarmaveggirnir verða eða eru gegndræpir, geta óæskilegar fæðusam-eindir, örverur og eiturefni farið óhindrað úr meltingarveginum yfir í blóðrásina og kveikt þar bólguviðbrögð. Þar sem stærsti hluti ónæmiskerfisins er staðsettur í þörmunum, þá ræðst ónæmiskerfið oft á þessar sameindir og örverur, sem veldur enn frekari bólgu.
Sum þessara efna geta líkst eigin vefjum líkamans og það getur ruglað ónæmiskerfið þannig að það ræðst á eigin frumur, sem getur leitt til sjálfsofnæmissjúkdóma.