top of page
Heilsa og árangur með heilsumark�þjálfun

Um mig

Sagan mín

Ég heiti Halldóra Erlendsdóttir með B.Sc í lífeindafræði og heilsumarkþjálfari frá IIN. Ég er með yfir 25 ára reynslu úr lyfja- og heilbrigðisgeiranum og hef nánast allan minn starfsferil unnið við lyfjaþróun og lyfjarannsóknir. Nú legg ég metnað minn í að koma í veg fyrir hina ýmsu lífsstílssjúkdóma. Um áramótin 2023/2024 stóð ég á tímamótum og ákvað að láta langþráðan draum rætast og skráði mig í nám hjá IIN því ég vildi ná betri tökum á minni eigin heilsu og streitutengdum kvillum. Ég hafði á þessum tímapunkti glímt við mikla streitu í vinnu í yfir áratug auk þess að að hafa verið í ofþyngd frá unglingsaldri. Ég hef lengi haft gríðarlegan áhuga þarmaflóru og “leaky gut” eða gegndrepum þörmum og tengsl þarmaheilsu við líkamlega og andlega heilsu. Eftir að ég hóf námið varð ekki aftur snúið, áhugi minn á að starfa sem heilsumarkþjálfi og aðstoða aðra við að lifa sínu besta lífi jókst með hverri vikunni í náminu. Ég heillaðist svo af fræðunum og fann um leið fyrir aukinni þörf á að miðla þekkingu minni.  Ég bætti því við mig námi í þarma- og hormónaheilsu.

Ég aðstoða skjólstæðinga mína við að öðlast skýrleika, setja sér raunhæf markmið og gera áætlanir til að yfirstíga hindranir og ná varanlegum árangri.

Sendu mér skilaboð

Ef þú ert með einhverjar spurningar um heilsumarkþjálfun, námskeiðin mín eða vilt heyra í mér, hafðu þá endilega samband.

  • TikTok
  • Facebook
  • Instagram

Takk fyrir að hafa samband.

Ég reyni að svara innan 24 klst

 © 2025 Allur réttur áskilinn @Elja heilsa ehf. Allt efni og innihald þessa vefs má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar.

  • Instagram
  • TikTok
  • Facebook
  • Pinterest
bottom of page