Lakkrísdöðlukúlur
- Halldóra Erlendsdóttir
- Dec 9, 2025
- 1 min read
300 g Medjool döðlur (fjarlægið steininn)
100 g möndlur
2 msk kakóduft, ósætt
1 tsk lakkrísduft
1/2 tsk vanillusykur
1 hnífsoddur cayennepipar
1/8 tsk salt
Byrjaðu á að saxa möndlurnar og þurrefnin (kakó, lakkrísduft, vanillusykur, cayennepipar og salt) í matvinnsluvél. Bætið við grófsöxuðum döðlum og maukið þar til allt hefur blandast vel saman.
Mótið fallegar kúlur í þeirri stærð sem hentar þér. Settu þær í frysti í nokkrar klukkustundir áður en þú setur þær í poka ásamt 1 teskeið af ætilegu gulldufti. Dragðu pokann saman efst þannig að smá loft sé inni með kúlunum. Þegar þú hristir pokann dreifast gullduftið jafnt yfir kúlurnar. Hristu þar til hver kúlan er fallega húðuð. Þær halda formi sínu vel þar sem þær eru frosnar.
Nú ertu komin með fallegustu gull-lakkrísdöðlukúlur, sem hægt er að geyma í frysti þar til kemur að því að bera þær fram.
ATH: einnig hægt að sleppa duftinu og njóta þeirra beint eða húða með dökku súkkulaði.

Comments