top of page

Lífsbreytandi brauð

Innihald:

1 bolli sólblómafræ

½ bolli hörfræ

½ bolli heslihnetur eða möndlur

1½ bolli hafrar (glútenlausir)

2 msk chiafræ

3 msk psyllium trefjar

1 tsk fínt sjávarsalt (bæta við ½ tsk ef grófara salt er notað)

1 msk hlynsíróp (fyrir sykurlaust mataræði má nota örlítið af stevíu)

3 msk brædd kókosolía eða ghee

1½ bolli vatn


Aðferð

  1. Settu öll þurrefnin í skál og blandið saman.

  2. Hrærið saman hlynsírópi, olíu og vatni í mælikönnu. Bætið blöndunni út í þurrefnin og hrærið mjög vel þar til allt hefur blotnað og deigið verður mjög þykkt (ef það er of þykkt til að hræra má bæta við 1–2 teskeiðum af vatni).

  3. Settu deigið í sílíkon-brauðform og hrærðu vel saman (eða álform) ekki nota hefðbundið bökunarform.

  4. Sléttu yfirborðið með skeið. Látið standa á borði í að minnsta kosti 2 klst., eða allan daginn eða yfir nótt. Til að ganga úr skugga um að deigið sé tilbúið á það að halda lögun sinni þegar þú togar aðeins í hliðarnar á forminu.

  5. Hitið ofninn í 175°C.

  6. Setjið formið á miðhillu og bakið í 20 mínútur. Takið brauðið úr forminu, snúið því við og bakið beint á grind í 30–40 mínútur til viðbótar. Brauðið er tilbúið þegar það hljómar holt við bank.

  7. Látið kólna alveg áður en það er skorið (erfitt – en mikilvægt!).


Geymsla

Geymist í loftþéttu íláti í allt að 5 daga.Gott að frysta – skerið í sneiðar áður en fryst.

Recent Posts

See All

Comments


 © 2025 Allur réttur áskilinn @Elja heilsa ehf. Allt efni og innihald þessa vefs má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar.

  • Instagram
  • TikTok
  • Facebook
  • Pinterest
bottom of page