top of page

Lífsbreytandi kex

Innihald

1 bolli sólblómafræ

½ bolli hörfræ

⅓ bolli graskersfræ

¼ bolli sesamfræ

1 ½ bolli hafrar

2 msk chiafræ

3 msk psyllium husk trefjar

1 ½ tsk fínt sjávarsalt

1 msk hlynsíróp (fyrir sykurlítið mataræði má nota örlítið af stevíu)

3 msk bráðnuð kókosolía eða ghee

1 ½ bolli vatn


Valkvætt að setja ofan kexið:

  • Rósmarín

  • ¼–½ tsk hvítlauksduft (eftir því hversu sterkt bragð þú vilt)

  • reykt sjávarsalt eftir smekk


  • 3 stórar þurrkaðar fíkjur (u.þ.b. 70 g)

  • 1 tsk anísfræ

  • 1 tsk grófmulinn svartur pipar


  • Eða annað krydd sem hentar þínum bragðlaukum


Aðferð

  1. Blandaðu öllum þurrefnum saman í stóra skál.

  2. Blandaðu saman hlynsírópi, olíu og vatni í mæliglas. Helltu blöndunni yfir þurrefnin og hrærðu mjög vel þar til allt hefur blotnað og deigið verður þykkt.

    • Ef deigið er OF þykkt, bættu við 1–2 teskeiðum af vatni.

  3. Skiptu deiginu lauslega í tvo hluta og settu annan til hliðar.

  4. Settu fyrri helminginn aftur í skálina og bættu við því bragðefni sem þú velur. Mótuðu í kúlu og settu á milli tveggja bökunarpappíra.

  5. Notaðu kökukefli til að fletja út í mjög þunna plötu.

  6. Taktu efri bökunarpappírinn af og skerðu deigið í þá stærð sem þú vilt (ég valdi stór ferhyrnd kex).

  7. Endurtaktu með seinni helminginn.

  8. Láttu kexplöturnar standa á borði í minnst 2 klst – eða yfir daginn/nóttina.



  1. Hitaðu ofn í 175°C.

  2. Renndu deiginu (á bökunarpappírnum) yfir á bökunarplötu og bakaðu í 20 mínútur.

  3. Taktu plötuna út, snúðu allri kexplötunni við og taktu bökunarpappírinn af.

    • Ef hún brotnar aðeins – engar áhyggjur!

  4. Settu aftur í ofn og bakaðu í 10 mínútur í viðbót, eða þar til kexið er alveg þurrt, stökkt og orðið gyllt á köntunum.


Geymsla

Láttu kexið kólna alveg og brjóttu það síðan eftir skorum. Geymist í loftþéttu íláti í allt að 3 vikur. Ég geymi mitt oftast í ísskáp

Comments


 © 2025 Allur réttur áskilinn @Elja heilsa ehf. Allt efni og innihald þessa vefs má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar.

  • Instagram
  • TikTok
  • Facebook
  • Pinterest
bottom of page