Rauðkálssúrkál
- Halldóra Erlendsdóttir
- Sep 19
- 1 min read
1 meðalstórt rauðkálshöfuð (ca. 1 kg) - geymið 1-2 blöð til að pakka súrkálinu inn,
1-2 rauðlaukar
1-2 epli
Celtic, sjávarsalt eða himalaya salt (án joðs og aukaefna)
Etv. 1–2 tsk kúmenfræ
Undirbúningur:
Skerðu rauðkálið í þunnar ræmur.
Skerðu rauðlauk í mjög þunnar sneiðar.
Rífið eða saxið eplin fínt (má líka skera í litla bita).
Blanda með salti:
Settu allt grænmetið og eplin í stórt fat eða skál.
Vigtaðu grænmetið og reiknaðu saltmagnið sem á að vera 2% af heildarþyngdinni, T.d. ef grænmetið er 2 kg þá er saltmagnið 40 gr
Stráðu saltinu yfir og nuddaðu með höndunum í 5–10 mínútur þar til vökvinn byrjar að losna úr kálinu
Bættu fræjum út í ef notað.
Setja í krukku:
Settu blönduna þétt ofan í hreina glerkrukku (best að nota gerjunarkrukku eða Mason-krukku).
Passaðu að vökvinn (safinn úr kálunum) hylji grænmetið. Ef vantar, geturðu bætt við smá saltlög (1 tsk salt í 200 ml vatn).
Láttu að minnsta kosti 2–3 cm laust pláss efst í krukkunni.
Gerjun:
Lokið krukkunni (eða notaðu vatnslás ef til er).
Láttu standa við stofuhita í 10-14 daga. Smakkaðu og þegar það er orðið súrt að þínum smekk, settu í kæli.
Geymsla
Geymist í kæli í nokkra mánuði.
Bragðið dýpkar og verður súrara með tímanum.
Comments