top of page
Fresh Produce

Borðað í núvitund

Að borða meðvitað/ í núvitund (e: mindful eating) er ein af grunnstoðum góðrar heilsu. Það skiptir nefnilega ekki bara máli hvað þú borðar, heldur líka hvernig þú borðar. Oft borðum við á sjálfstýringu – án þess að taka eftir því. Við stingum matnum upp í okkur á meðan við vinnum í tölvunni, horfum á sjónvarpið eða erum á hlaupum. En ánægjan við að borða felst í því að hægja á og upplifa matinn með öllum skynfærunum.

 

Taktu þér tíma að borða næstu máltíð í núvitund og kannaðu hvort þú ert að borða meðvitað eins og lýst er hér að neðan. Þú munnt finna mun! Aðalatriðið er að hafa gaman, læra eitthvað og skilja sjálfan þig betur.

SJÓN

Skoðaðu matinn eins og þú værir geimvera sem hefur aldrei séð mat áður. Horðu á hann án þess að nefna hvað hann heitir. 

LÍKAMSVIÐBRÖGÐ

Taktu eftir hvað gerist í munninum áður en þú borðar. Finnurðu að munnvatnið myndast, þó þú hafir ekki sett matinn upp í þig enn? Sjáðu hvernig hugur og líkami vinna saman rétt áður en þú byrjar að borða.

HREYFING OG SAMHÆFING

Taktu eftir hvernig höndin þín veit nákvæmlega hvernig á að færa matinn að vörunum. Hvað gerist næst þegar þú setur matinn upp í þig? Munnurinn tekur á móti matnum – ekkert fer inn nema það sé tekið á móti því. Tungan stjórnar þessu öllu. Hvernig færir hún matinn milli tanna? Það er merkilegt að þessi litli vöðvi viti alltaf nákvæmlega hvað á að gera.

ÖNDUN

Pásaðu í augnablik. Geturðu „smakkað“ andardráttinn á sama hátt? Beindu sömu athygli að önduninni og þú beindir að matnum.

ÞÖGN

Að borða í þögn er einföld en djúp leið til að tengjast matnum og líkamanum á nýjan hátt. Þegar við slökkum á truflunum – síma, sjónvarpi og tali – getum við upplifað máltíðina með öllum skynfærunum.

LYKT

Færðu matinn að nefinu. Án þess að nefna lyktina, finndu bara fyrir henni – lýstu því sem þú finnur.

SNERTING

Finndu hvernig maturinn liggur á tungunni.
Ekki reyna að nefna tilfinninguna – upplifðu hana bara.

ÁFERÐ

Þegar þú tyggur breytist bæði bragð og áferð. Eftir nokkur bit finnst þér áferðin meira en bragðið. Ef hún veldur óþægindum, ekki kyngja strax – reyndu að halda matnum aðeins lengur í munninum og fylgstu með tilfinningunni.

KYNGING

Þegar þú finnur fyrir matnum í munninum, byrjaðu að bíta hægt og tyggja meðvitað. Gefðu athyglina alfarið til munnsins og hættu eftir nokkur bit til að taka eftir hvað er að gerast. Þú munt upplifa sprengju af bragði – reyndu að lýsa henni. Er hún sæt, súr, fersk, beisk eða safarík? Það eru hundruð orða til að lýsa bragði – lærðu að nota þau til að skilja upplifun þína betur.

BRAGÐ

Bragð er ekki bara það sem tungan finnur – það er heildræn upplifun þar sem sjón, lykt, áferð og jafnvel hljóð leika saman. Þegar við borðum með athygli opnast ný vídd af nautn og tengingu við matinn. Taktu þér tíma til að smakka. Tyggðu hægt og finndu hvernig bragðið breytist – frá fyrstu snertingu við tunguna, þar til áferðin breytist og eftirbragðið situr eftir. Því meðvitnari sem þú ert, því meiri verður upplifunin. 

 © 2025 Allur réttur áskilinn @Elja heilsa ehf. Allt efni og innihald þessa vefs má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar.

  • Instagram
  • TikTok
  • Facebook
  • Pinterest
bottom of page