Heilsumarkþjálfun
Er fyrir þig ef þú vilt hætta að eltast við skyndilausnir og
gera heilbrigðan lífsstíl sem hluta af daglegu lífi.

Heilsa snýst um miklu meira en það sem við borðum. Í nútímasamfélagi stöndum við frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem reyna á okkur bæði líkamlega og andlega.
Þú setur þig í fyrsta sæti. Ég veiti þér stuðning og hvatningu og kenni þér að næra þig á heildrænan hátt, þannig að þú náir markmiðum þínum og haldir áfram á þinni heilsuvegferð.
Við skoðum rótina að þínum heilsufarsvanda og finnum leiðir til að bæta heilsuna. Við vinnum heildrænt og skoðum alla þætti heilsu, allt frá streitu og taugakerfi til meltingar og þarmaflóru, næringu og félagslegra þátta.
Markmiðið er að greina hvað veldur ójafnvægi, hlusta á einkenni líkamans og vinna með líkamann í átt að varanlegum bata. Þú færð verkfæri og stuðning til að gera breytingar á mataræði, lífsstíl og hvíld sem stuðla að varanlegum bata.
Með því að upplifa meiri orku, betri meltingu, jafnari blóðsykur og aukna andlega vellíðan skapast tækifæri til að lifa lífinu til fulls. Með því að hlusta á líkamann og skilja merki hans lærir þú að styrkja tengslin við sjálfa/n þig og bæta heilsu þína á varanlegan hátt.
Milli tíma færðu:
-
Uppbyggjandi ráð
-
Stuðning
-
Endurgjöf
-
Fróðleik
Að breyta venjum tekur tíma og því er ekki um skyndilausnir að ræða, þú þarft að vera tilbúinn að skuldabinda þig og vera opin fyrir nýjungum. Engin ein aðferð hentar öllum. Markþjálfunin er sniðin að þínum þörfum og markmiðum. Við skoðum saman hvað heldur aftur af þér, hvað nærir þig – og hvaða breytingar leiða þig nær draumalífinu þínu.
Við vinnum með:
-
Samtalstækni markþjálfunar
-
Dagbókarskrif og núvitun
-
Hugleiðslu og öndunaræfingar
Mín trú er sú að við höfum öll svörin innra með okkur – það þarf bara að finna leiðina að þeim.
Þegar þú finnur hvað er rétt fyrir þig, getur ekkert stöðvað þig í að skapa þér dásamlegt líf sem gefur þér orku og þú lifir í jafnvægi og vellíðan.
Fyrsti tíminn er 60 mínútur og framhaldstímarnir eru 45 mínutu langir. Í hverjum tíma myndum við gott samband til að ræða þína vegferð, markmið og drauma. Á milli tíma er stuðningur og verkefni.
Verð: Fyrsti tíminn kostar 25.900 kr. (2-3 klst forvinna og eftirvinna innifalin). Framhaldstímar eru á 19.900 kr.
Með því að skilja okkur sjálf, hvernig hugsanir og tilfinningar hafa
áhrif á líkama og huga, getum við heilað okkur á mörgum sviðum.