Heilsa og vellíðan
Heilsa og vellíðan starfsmanna er grunnurinn að góðum starfsanda.
Þegar starfsfólkið blómstrar – blómstrar fyrirtækið líka.

Er fyrirtækið þitt að leita leiða til að efla vellíðan, draga úr streitu og auka starfsánægju?
Ég býð upp á heildræna heilsu- og valdeflandi ráðgjöf sem styður fyrirtæki í að byggja upp heilbrigðan vinnustað, þar sem jafnvægi, orka og vellíðan eru hluti af daglegu lífi.
Heilsumarkþjálfun og einstaklingsráðgjöf fyrir starfsmenn
Starfsfólk getur fengið einstaklingsþjálfun eða minni hópþjálfun með áherslu á sjálfsvitund, mörk, orkustjórnun og persónulega þróun. Með þessum hætti eflist einstaklingurinn sem og teymið – og vinnustaðurinn verður heilbrigðari í heild.
Fræðsluerindi og vinnustofur um meðal annars:
-
Streitu og áhrif hennar á heilsu og afköst
-
Þarmaheilbrigði og tengsl líkama og hugar
-
Næring sem nærir orku og einbeitingu
-
Svefn, hreyfingu og daglegar heilsuvenjur
-
Hugarfar, jafnvægi og innri hvatningu
Ávinningur fyrir fyrirtækið
-
Minni streita og aukin vellíðan á vinnustað
-
Betri samskipti, meiri samheldni og jákvæð menning
-
Aukið sjálfstæði, ábyrgðartilfinning og trú á eigin getu
-
Minni fjarvistir og meiri framleiðni
-
Heilbrigðara starfsumhverfi – bæði andlega og líkamlega
Þjónustan hentar:
-
Fyrirtækjum sem vilja draga úr álagi og bæta líðan starfsfólks
-
Stjórnendum sem vilja leiða með góðri fyrirmynd
-
Starfsfólki í umönnunar- eða þjónustustörfum sem þarf stuðning við að viðhalda orku og jafnvægi
-
Öllum vinnustöðum sem vilja efla heilsu, samstöðu og árangur með heildrænni nálgun
Hafðu samband og við skoðum saman hvernig við getum skapað vinnuumhverfi þar sem heilsa, jafnvægi og vellíðan eru í forgangi.